Titill
eftir
1 mánuð
130 g smjör
8 msk. hveiti
1 lítri mjólk
1 msk. sykur
salt og pipar
múskat á hnífsoddi
Kartöflur soðnar, afhýddar og skornar í bita ef þær eru mjög stórar.
Smjörið brætt í potti, hveitinu hrært út í og látið malla í 1-2 mínútur við vægan hita.
Bakað upp með mjólkinni, kryddað með múskati, salti og pipar og sykri síðan bætt út í. Kartöflurnar látnar út í og látið malla í 5 mínútur við meðalhita.
RABARBARAPÆ Alberts (af síðunni Albert eldar)
Rabarbari ca 4-5 leggir
200 g smjör
2 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 dl hveiti
1 tsk vanilla eða vanillusykur
2 egg
Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.
Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís
Rúgbrauð
Deigið dugar í fjórar mjólkurfernur og er bakað við 100 gráðu hita í 9 klukkustundir.
Hjónabandssæla
Blandið öllu saman í skál og hnoðið með sleif eða höndunum. Smyrjið kökumót með smjöri 25×30 cm. Setjið helminginn í kökumótið og síðan sultu og dreifið þið afganginum af deiginu yfir. Bakist við 180°C í um það bil 35-40 mínútur eða þar til kakan er orðin brún ofan á.
Hægeldað lambalæri
Bakarofn hitaður í 80-100°C undir- og yfirhita. Lærið er snyrt, skolað og þerrað. Því næst er borin á það ólífuolía og það kryddað með lambakjötskryddi, salti og pipar. Kartöflur, sætar kartöflur og gulrætur flysjaðar og skornar í mátulega bita, passa að hafa bitana frekar litla. Laukurinn, paprikan og hvítlaukurinn sömuleiðis. Öllu raðað í botninn á steikarpotti, vatninu helt yfir, dálitlu að piparkornum bætt út í og þá er lærið lagt yfir grænmetið. Steikarpottinum lokað og lærið látið steikjast í ca. sex til sjö tíma við 80-100 gráður.
Þegar steikingartíminn er liðinn er gott að taka lokið af pottinum og stilla ofninn á 220 gráður og grill. Þannig er lærið grillað í ca. 10 mínútur eða þar til puran er orðin dökk og stökk. Ef grænmetið er ekki tilbúið er upplagt að baka það í ca. 10 mínútur á meðan verið að að skera niður lærið og gera allt klárt.
Uppskrift að blöndu sem þú getur útbúið heima
Töfra-blandan inniheldur:
1/4 bolli af vetnisperoxíði (fæst í apóteki)
1 teskeið uppþvottalögur
1/2 bolli matarsódi
Aðferð: Þessi öflugi hreinsunarlögur er auðveldur í notkun. Best er að setja innihaldið í brúsa eða í skál. Þú getur auðveldlega þrifið bletti, flísar, sturtuna, baðkarið og blöndunartækin með þessari heimalöguðu blöndu. Þú skolar síðan hreinsilöginn burtu með heitu vatni eftir og strýkur svo yfir með þurrum klút. Niðurstöðurnar eru ótrúlegar.
Hin gyllta mjólk -Búa til Turmeric deig
¼ bolliaf Turmeric dufti
½tsk af svörtum muldum pipar
½bolli af vatni
Blandaðuöllum hráefnunum saman í lítinn pott og hrærðu vel saman. Hafðu meðal hitaundir pottinum og hrærðu stöðugt, eða þangað til blandan er orðin eins og þykktdeig eða leir. Þetta tekur ekki langan tíma svo alls ekki fara frá pottinum.
Látiðblönduna kólna og setjið svo í krukku og inn í ísskáp.
Hin gyllta mjólk
1bolli af möndlumjólk eða kókósmjólk
1tsk af kókósolíu
¼tsk eða meira af Turmeric deiginu sem þú bjóst til
Hunangeftir smekk
Blandiðöllum hráefnum saman nema hunanginu og setjið í pott. Hafið meðal hita undirpottinum. Á meðan hráefnin eru að hitna, hrærðu þá stöðugt og passaðu aðblandan sjóði ekki. Bættu núna hunanginu við. Hellið svo í bolla og njótið.
Líka má hræra deigið út í vatn og setja rjóma út í.
Dásamlegurog hollur krækiberjadrykkur.
Hreinsa berin, kremja í mixara eða meðöðrum hætti og sigta hratið frá.
1 líter af saftinni
½ sítróna (sett í mixarann)
1 dl. sykur
Blandað saman og sett í litlar plastflöskur(gosflöskur) og fryst. Ekki fyllaflöskurnar alveg því ummál drykkjarins eykst við frostið. Hollur og góðurmorgun drykkur fyrir veturinn.
Hollustunammi
200 gr. möndlur án hýðis
35 gr. mulin hörfræ
40 gr. kókosflögur
120 gr. möndlusmjör eða hnetusmjör
1/4 tsk. sjávarsalt
150 gr. kókósolía
2 msk. agavesíróp
2 tsk. vanilludropar
Allt mixað saman, sett í form og kælt íísskáp.
................................................................................................................................
Vöfflur
Rauðrófurnar hennar ömmu Hönnu.
2 kg. ferskar rauðrófur
1. tsk. sjávarsalt
1 l. edik (borðedik eða blanda af öðru góðu edikti)
2,5 dl. sykur
3 kanelstangir
6 negulnaglar
10 piparkorn
Rauðrófurnar eru þvegnar og pakkað inn í álpappír. Soðnar i söltu vatni í um 40-60 mínútur eftir stærð. Stinga í þær til að athuga hvort þær eru soðnar. Þegar rauðrófurnar eru soðnar þarf að skola þær í köldu vatni, afhýða og skera í sneiðar. Þvo krukkurnar vel upp úr sjóðandi vatni eða sjóða þær í örbylgjuofni, og deila síðan niðursneiddum rauðrófum í krukkurnar. Sjóðið saman edik, sykur, kanil, negul og piparkorn og hellið edikleginum yfir rauðrófurnar í krukkunum. Lokið krukkunum vel og geymið á köldum stað. Úrvals góðgæti og ómissandi á jólaborðið.
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is