Hafa samband
Tenglar
Sýningar mínar

HHH

 

           
           

 

 

 Steingerður Jóhannsdóttir opnar ljósmyndasýningu hjá 3 veggjum á Hellissandi

 

Húsanna hljóðnaði hjartsláttur

Sýningin er óður til horfinna tíma  þegar fjölskyldan kom saman við lifandi eld og hvíldist eftir erfiði dagsins. Eldavélin er hjarta hússins, það fallegasta og dýrmætasta í hverju húsi.  Hún er uppspretta matar og hita, hjarta hússins sem gefur því líf.

Gluggarnir eru augu hússins út í umheiminn.

 

 

Eldurinn hefur fylgt manninum frá örófi alda.

Hann hefur bæði brennt og bætt.

Án elds, ekkert líf.

Er þá nokkuð undarlegt við það,

að eldurinn í sálum mannanna sé óslökkvandi?

                                                              SJ

 

 

Steingerður er fædd og uppalin í Litluhlíð á Barðaströnd. Á þeim tíma var rafmagn ekki komið í sveitina og hjarta heimilisins var olíueldavélin. Á eldavélinni var maturinn eldaður og kökurnar bakaðar.  Eldavélin sá um að halda húsinu heitu og á henni var þvotturinn soðinn. Á kvöldum var notalegt að sitja í eldhúsinu og hlusta á snarkið í eldinum, hjartslátt hússins.

 

Steingerður bjó á Vestfjörðum til 1981 en býr nú í Hafnarfirði og á Hellissandi. Strax í æsku fékk hún áhuga á ljósmyndun og framkallaði eigin myndir um tíma. Eiginmaður hennar er Árni Emanúelsson og hafa þau hjónin tekið  ástfóstri við Hellissand. Fyrir um 30 árum 1995 eignuðust þau Ártún og hafa síðan þá varið öllum sínum frítíma á Hellissandi við leik og endurbyggingu gamalla húsa.

 

mars 2023

........................................................................................................................................................

 

S Ý N I N G

3 Veggir listrými

Himinbjörgum

Munaðarhóli 25 -27, Hellissandi

 

 

Nú stendur yfir sýning  Steingerðar Jóhannsdóttur:

Húsanna hljóðnaði hjartsláttur

sem opnaði 25. mars 2023.

 

Sýningin verður opin til 16. apríl sem hér segir:

Föstudagar kl.16 - 18, laugardagar og sunnudagar kl.14 – 17.

 

Listamennirnir á Himinbjörgum, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson taka á móti gestum.

Nánar auglýst síðar hvenær Steingerður verður á staðnum.

       Verið öll hjartanlega velkomin.                                   

                                    
                                                                                                                  

                                                                     Steingerður

    

 

 

##sidebar_two##