Hvita

 

HVÍTAHÚSí Krossavík hefur nú verið endurbyggt. Tekið er við umsóknum frá listamönnum umdvöl í húsinu.  Á efri hæðinni er íbúðtil dvalar við skapandi störf. Á jarðhæð eru tveir salir. Annar 30m2.sýningasalur með 7 m. lofthæð og gullfallegu útsýni til Snæfellsjökuls. Hinn30 m2 með 3,50 m lofthæð og útsýni til sjávar. Staðsetningin er einstök, gullin sandvík umlukinn úfnu hrauni og opnuhafi þar sem sólin sest varla á sumrin og óhindruð sýn til Snæfellsjökuls.

Árið 2010 hófum við hjónin Árni Emanúelsson og SteingerðurJóhannsdóttir að endurbyggja Hvítahúsið sem þá hafði staðið ónotað um áratugaskeið.

Sem minnst hefur verið hróflað við útliti hússins bæði utan- dyra og innan. Hvítahúsið var byggt árið 1935 af hlutafélaginu Snæfelli, sem stofnað var af heimamönnum á Hellissandi til að byggja og reka íshúí Krossavík. Hlutafé félagsins var 4.000 krónur og var Vigfús Jónsson húsasmiður á  Gimli yfirsmiður við byggingu hússins.  Steypt var úr dönsku sementi, möl og sandi úr fjörunni og stórum steinum sem þvegnir voru í bala og bætt í blauta steypuna.  Allt var hrært í höndum og einungis slegið upp nokkrum borðum í hverri færu.

Ísinn var sóttur í Höskuldsá og einnig var tekinn ís af Æsutjörn ef ekki náðist íúánni. Húsið var einungis notað sem íshúí 7 ár eða fram á haustið 1942 en þá tók Hraðfrystihús Hellissands til starfa. Húsið var svo notað sem geymsla fram yfir 1980 en hefur staðið að mestu autt undanfarin 30 ár og ekki haft verðugt hlutverk undanfarin 70 ár. Húsið var  hluti af húsaþyrpingu sem þjónaðútgerð í Krossavík en stendur nú eitt eftir sem minnisvarði um horfin húá svæðinu. 


Austurhliðin að taka á sig svip.


Útsýnið af vinnupallinum er magnað

hvort sem horft er til fjalls eða fjöru.

Myndræn birta - Íbúðin lofar góðu

Vesturhliðin er fullbúinn "Glæsilegt"?

Nú er það austurhliðin og plöturnar fjúka af þakinu, með aðstoð Árna

Dularfull tákn innandyra

Enn er talsvert verk óunnið í þessu húsi

En samt er orðið mjög vistlegt í sýningasalnum