Titill
eftir
1 mánuð
RABARBARAPÆ Alberts
Rabarbari ca 4-5 leggir
200 g smjör
2 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 dl hveiti
1 tsk vanilla eða vanillusykur
2 egg
Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.
Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.
-Gott er að setja kókósmjöl, engifer eða kanil til tilbreytingar.
-Vel má minnka smjörið um helming og nota (kókos)olíu á móti.
ENDILEGA DEILIÐ ÞESSARI FRÁBÆRU UPPSKRIFT SVO FLEIRI FÁI NOTIÐ
Dásamlegur og hollur krækiberjadrykkur.
Hreinsa berin og kremja í mixara eða með öðrum hætti og sigta hratið frá.
1 líter af saftinni
1 dl. sykur
½ sítróna sett í mixarann
líter saft
sigta
Hin gyllta mjólk
Búa til
Turmeric leir - deig
Hráefni:
¼ bolli
af Turmeric dufti
½ tsk af svörtum muldum pipar
½ bolli af vatni
Leiðbeiningar:
Blandaðu
öllum hráefnunum saman í lítinn pott og hrærðu vel saman. Hafðu meðal hita
undir pottinum og hrærðu stöðugt, eða þangað til blandan er orðin eins og þykkt
deig eða leir. Þetta tekur ekki langan tíma svo alls ekki fara frá pottinum.
Látið
blönduna kólna og setjið svo í krukku og inn í ísskáp.
Hin gyllta mjólk
Hráefni:
1 bolli af möndlumjólk eða kókósmjólk
1 tsk af kókósolíu
¼ tsk eða meira af Turmeric deiginu sem
þú bjóst til
Hunang eftir smekk
Leiðbeiningar:
Blandið
öllum hráefnum saman nema hunanginu og setjið í pott. Hafið meðal hita undir
pottinum. Á meðan hráefnin eru að hitna, hrærðu þá stöðugt og passaðu að
blandan sjóði ekki. Bættu núna hunanginu við.
Hellið
svo í bolla og njótið~
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is